Í þessum fasa býr teymið til áþreifanlegar útgáfur af hugmyndunum sem voru valdar í fyrri fasa. Þetta geta verið mjög grófar og einfaldar frumgerðir yfir í mjög flottar og vandaðar frumgerðir, en hvorutveggja hefur sína kosti og galla.

Áþreifanlegir hlutir gera það auðveldara að tala saman. Hugarfarið í þessum fasa er lærdómshugarfar þar sem teymið þarf að geta breytt um hugmyndir og kvatt hugmyndir sem þeim þótti vænt um.

<aside> 📌 Markmið: Að búa til frumgerðir sem hægt er að prófa með notendum og safna endurgjöf til þess að hægt sé að ítra hugmyndina.

</aside>

Mismunandi tegundir af frumgerðum

Frumgerð er eins og brandari - ef þú þarf að utskýra hann, þá er hann ekki að virka

Frumgerðir sýna vanalega bara einn hluta af heildar hugmyndinni og er oftast mjög ólík loka útgáfunni. Frumgerð á að vera ófullkomin, ódýr og einföld. Árangur frumgerðinnar á að vera mældur í klukkustundum og dögum, ekki vikum og mánuðum.

Þjónusta

Hægt er að gera frumgerðir af þjónustu á ýmsan máta. Hér er upplagt að vera skapandi. Sem dæmi má nefna þá er hægt að taka 1-3 vikur (og bara eina starfstöð) þar sem nýtt verklag er pófað, þjónustan unnin öðruvísi eða annað breytt tímabundið. Þá þarf að vera skýrt fyrir starfsfólki að þetta er bara prófun til þess að læra. Að loknu prufutímabili er svo tekinn staðan og farið yfir það sem gekk vel og það sem gekk illa.

Stafræn vara

Þegar gera á frumgerð fyrir stafrænavöru er hægt að byrja mjög einfalt. Eina sem þarf er pappír og penni. Gott að byrja á að teikna upp einfalda skjái sem sýna aðal atriðin í vörunni. Þessa pappírs prótótýpu er svo auðvelt að sýna fólk til að fá endurgjöf. Fólk á auðvlet með að gefa endurgjöf á það sem virkar “ótilbúið” og þar að leiðandi er hægt að fá mjög góða endurgjöf á fyrstu stigum. Næsta skref er svo að færa frumgerðina inn í stafrænan heim og þá er hægt að nýta ýmis forrit. Vanir vöruhönnuðir myndu nota Figma en þau sem eru ekki vön því geta alveg eins sett þetta upp í miro eða öðru teikniforriti. Mikilvægt er að fá endurgjöf oft í gegnum ferið.

Annað

Í raun er hægt að búa til frumgerð fyrir allar nýjar hugmyndir ef það er skýrt hvað það er í hgumyndinni sem þarf að prófa. Það sem er mikilvægast að hugsa er að gera hluti áþreifanlega á sem ódýrasta hátt og fá endurgjöf og þannig ítra.

Notendaprófanir

Notendaprófanir er aðferð sem algengt er að nota í rannsóknum á notendaupplifun. Tilgangurinn er að fá innsýn í huga notenda þegar þeir eru að nota vöruna/þjónustuna okkar. Notendaprófanir geta hjálpað teyminu að velja á milli hönnunarvalkosta og til að uppgötva vandamál sem hafa neikvæð áhrif á notendaupplifunina.