Fyrsti fasi þjónustuhönnunar kallast uppgötvun og leggur grunninn að að verkefninu í heild sinni. Uppgötvun fylgir oft óvissa svo það er mikilvægt að vera með opinn huga og samþykkja að við erum ekki með svörin við öllu. Lykilatriðin hér eru að vera forvitin, sýna samhygð og ögra öllu sem við höldum að við séum viss um.

<aside> 📌 Markmið: Að öðlast djúpan skilning á vandamálinu með því að skilja betur þarfir notenda. Þannig getum við betur komið auga á viðeigandi og notendamiðaðar lausnir.

</aside>

Umfang

Áður en við gerum nokkuð annað er mikilvægt að skilja umfang verkefnisins og setja viðeigandi markmið. Því skýrari sem rannsóknarmarkmiðin eru, því auðveldara er að ákveða hvaða aðferðir henta best. Spyrjum okkur:

Þekkingarstigi

Þekkingarstriginn er tól sem hægt er að nota í upphafi verkefnis til að skilgreina hvað við vitum og hvað við vitum ekki. Þessi strigi er hjálplegur til að koma auga á raunverulegar staðreyndir málsins og greina þær frá því sem við erum í raun bara að geta okkur til um. Fyllið út þekkingarstigann í sameiningu sem teymi.

Þekkingarstriginn.pdf

Þekkingarstriginn.pdf

Kenning um breytingar

Kenning um breytingar er tól sem hægt er að nota í byrjun verkefna til að búa til skýran vegvísi fyrir teymið. Við byrjum á því að skilgreina lokamarkmið verkefnisins og rekjum svo möguleg spor okkar aftur á bak til að bera kennsl á hvað það er sem mun leiða til þess að markmiðunum verði náð.

Psst! Ekki taka fyrir of mörg markmið í einu. Gott er að forgangsraða markmiðum fyrst og nota þau svo í strigann.